Skoðuðu aðstæður á áhrifasvæði Leirár

Í síðustu viku fór Almannavarnanefnd Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu í vettvangsferð að Leirá ásamt Landgræðslustjóra og starfsfólki hans, starfsmönnum frá Vegagerðinni, Veðurstofunni, Jarðvísindastofnun HÍ, Almannavarnadeild RLS og nokkrum heiðursmönnum úr Álftaveri.

Í samtali við sunnlenska.is sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og formaður almannavarnanefndarinnar, að ferðin hafi verið farin til þess að skoða aðstæður og heyra í heimamönnum.

Leirá rennur í austur undan Mýrdalsjökli og í Kúðafljót fyrir neðan Hrífunes. Töluverðar breytingar hafa orðið á farvegi Leirár á síðustu árum og ógnar hún nú grónu landi. Í ferðinni var áhrifasvæðið var skoðað með tilliti til þess hvað möguleikar væru í stöðunni til landverndar. Að sögn Kjartans verður farið yfir stöðu mála í kjölfarið og metið hvort hægt sé að grípa til einhverra aðgerða.

Fyrri greinVel heppnuð brokk og skokk-keppni
Næsta greinSprækar og flottar lundapysjur í Vík