Leit að ferðamanni sem staðið hefur yfir frá því í gær við Þingvallavatn er ennþá árangurslaus.
Björgunarsveitarfólk hefur leitað við bakka vatnsins í dag en án árangurs og eru nú við það að ljúka leit.
Í samráði við Sérsveit ríkislögreglustjóra er lögreglan á Suðurlandi að athuga hvort fært sé fyrir kafara að kafa niður við inntak Steingrímstöðvar og er það gert í samvinnu við stöðvarstjóra virkjunarinnar.