Í morgun var fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsnæði Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. við Hverabraut 6 á Laugarvatni.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag Ásahrepps, Flóahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og annast það skipulags- og byggingarmál fyrir sveitarfélögin. Fulltrúar sveitarfélaganna í stjórn UTU munduðu skóflurnar í morgun og tóku fyrstu skóflustunguna en síðan taka Fögrusteinar ehf. við jarðvinnunni.
Á dögunum var samið við Selásbyggingar ehf um byggingu hússins, sem á að vera tilbúið þann 1. mars á næsta ári. Tilboð Selásbygginga í verkið nam 183,9 milljónum króna.