
Heilbrigðisráðherra, ásamt tíu elstu íbúum Hornafjarðar, tóku á mánudag fyrstu skóflustungurnar að nýju hjúkrunarheimili á Höfn sem er áætlað að verði tekið í notkun árið 2024.
Framkvæmdin felur í sér 1.400 fermetra viðbyggingu við eldra húsnæði Skjólgarðs sem jafnframt verður endurgert. Hjúkrunarrýmum mun fjölga um sex og aðbúnaður fyrri íbúa breytast til hins betra.
Allir í einbýli
Á Skjólgarði eru núna 24 hjúkrunarrými og nær öll þeirra eru tvíbýli. Með framkvæmdinni verða öll hjúkrunarrýmin einbýli, 20 þeirra í nýbyggingunni og 10 í núverandi húsnæði Skjólgarðs. Húsheild ehf. mun sjá um framkvæmdirnar sem áætlað er að kosti tæpar 2,5 milljónir króna. Ríkissjóður mun fjármagna 75,3% kostnaðarins á móti 24,7% hlut sveitarfélagsins.