Skóga­safn leit­ar að for­stöðumanni

Eitt stærsta og vin­sæl­asta safn lands­ins, Skóga­safn, aug­lýs­ir nú eft­ir for­stöðumanni, en Sverr­ir Magnús­son, sem stýrt hef­ur safn­inu frá 1999, er að láta af störf­um.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Skóga­safn á sér næst­um sjö ára­tuga sögu. Það var stofnað 1. des­em­ber 1949 sem Byggðasafn Ran­gæ­inga og Vest­ur-Skaft­fell­inga, en hef­ur síðan vaxið hratt og er starf­sem­in orðin marg­brot­in.

Hlut­verk safns­ins er söfn­un, varðveisla og sýn­ing á menn­ing­ar­minj­um úr sýsl­un­um tveim­ur í því skyni að varpa ljósi á líf og starf íbúa þeirra. Gesta­fjöldi í fyrra var um 75 þúsund manns.

Frétt mbl.is

Fyrri grein„Fyrri hálfleikur var frábær“
Næsta greinÁfram mælt með að sjóða drykkjarvatn