Skógarganga í tilefni sameiningar

Í tilefni af því að föstudaginn 1. júlí hefur ný stofnun, Skógræktin, formlega starfsemi sína verður gengið í skóg á sex stöðum á landinu.

Á Suðurlandi verður gengið í skóg á Galtalæk í Biskupstungum og hefst gangan klukkan 14. Rétt er að vekja athygli á því að hér er ekki átt við hinn fræga Galtalækjarskóg í Rangárþingi ytra heldur er þessi skógur við Bræðratunguveg tæpum 6 km norðan við Flúðir.

Þar er myndarleg skógrækt en bændurnir á Galtalæk, Agnes Geirdal og Guðfinnur Eiríksson, eru einnig með býflugnarækt.

Fyrri greinÁrborgarar áfram taplausir – Stokkseyri fékk skell
Næsta greinBikarleiknum frestað vegna EM