Skógaskóli seldur

Skógaskóli.

EJ Hotels, sem rek­ur þrjú hót­el und­ir Eyja­fjöll­um, hef­ur keypt Skóga­skóla af ís­lenska rík­inu og áform­ar að hefja þar rekst­ur á gistiþjón­ustu næsta vor.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Ein­ar Þór Jó­hanns­syni, einum eig­enda fé­lags­ins, að áformað sé að reka gist­ingu með morg­un­mat í Skóga­skóla.

Einar seg­ir að lag­færa þurfi húsið en það sé í þokka­legu standi, þar sé eng­an raka að finna og glugg­ar séu meira og minna heil­ir þótt skipta þurfi um gler. Kaup­verð húss­ins var 300 millj­ón­ir króna.

Skóga­skóli var tek­inn í notk­un árið 1949 en skóla­hald var aflagt 1999 og húsið hef­ur að mestu staðið autt síðan.

EJ Hotels rekur Hótel Önnu á Moldnúpi og tvö hótel í Skógum, Hótel Skógá og Hótel Skógafoss.

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri greinPabbi átti alltaf gott samband við Gáttaþef
Næsta greinRúta útaf við Þjórsárbrú