Skólahald í Flóaskóla raskast í dag þar sem ekki hefur verið sandað né saltað á vegum í kringum skólann þrátt fyrir að Vegagerðin hafi fengið ábendingar um að Villingaholtsvegur sé ófær frá því í morgun.
Í tilkynningu frá skólanum segir að skólaakstur hefjist ekki fyrr en Villingaholtið hefur verið sandað. Verið er að sanda núna eftir ítrekaðar ábendingar til Vegagerðarinnar um að vegurinn sé flugháll.
Skólastjóri hefur tekið ákvörðun að skólabílar fari ekki með börnin út á veg fyrr en vegurinn er orðinn öruggur. Tveir bílar hafa farið útaf veginum nálægt skólanum í dag.