Skólaakstur útboðsskyldur á EES

Skólabílstjórar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fá sjálfkrafa framlengdan samning við sveitarfélagið vegna aksturs barna innan sveitarinnar næsta árið, þar sem bjóða þurfti út aksturinn á Evrópska efnahagssvæðinu.

Hætt var við útboðið þegar þetta kom í ljós þar sem um tímafrekt ferli er að ræða í nýju útboði sem gildir yfir 27 lönd.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var þess í stað ákveðið að reyna að ná samningum við núverandi skólabílstjóra.

Fyrri greinFeðgar dæmdu fótboltaleik
Næsta greinÁhugi á kavíarframleiðslu