Skólahald fellur niður í dag í grunn- og leikskólum Bláskógabyggðar í Reykholti og á Laugarvatni.
Allt skólahald fellur niður í leik- og grunnskólanum Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi í dag.
Kennsla hefst í Laugalandsskóla í Holtum kl. 10:00. Ef það breytist verða foreldrar látnir vita með tölvupósti.
Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur niður í dag vegna veðurs. Skólinn opnar kl. 7:30 en reynt verður að halda uppi kennslu samkvæmt stundaskrá. Mælst er til þess að foreldrar/forráðamenn meti hvort þeir geti ekið börnum sínum til og frá skóla út frá aðstæðum. Ef forráðamenn senda nemendur ekki í skólann skal það tilkynnt símleiðis eða í tölvupósti á póstfangið barnaskolinn@barnaskolinn.is .
Skólabílstjórar Hvolsskóla halda kyrru fyrir í dag vegna veðurs. Vegurinn í austur frá Hvolsvelli er lokaður en einnig er hált og rok annarsstaðar í nágrenni Hvolsvallar.
Uppfært eftir því sem tilkynningar berast