Unnið er að bættu umferðaröryggi við Grunnskólann í Hveragerði og því hefur verið ákveðið að loka götunni kólamörk að hluta frá og með 1. febrúar.
Bæjarstjórn Hveragerðis ákvað þetta í samræmi við stefnumörkun í aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017. Þetta er gert til að auka umferðaröryggi við grunnskólann.
Götunni verður lokað við Reykjamörk og við bílastæði skólans. Aðkoma að bílastæðinu verður frá Breiðumörk. Þannig verður Skólamörk botnlangagata frá Breiðumörk að bílastæðinu. Einstefnuakstur er á bílastæðinu.
Sjá nánar á heimasíðu Hveragerðisbæjar