Bæjarráð Hveragerðis samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að opna götuna Skólamörk nú þegar fyrir umferð.
Bæjarráð samþykkti að Skólamörk verði opin fyrir umferð á sumrin frá 15. júní til 15. ágúst en í janúar ákvað bæjarstjórn að loka götunni að hluta til fyrir almennri umferð. Þessi ákvörðun var tekin með það fyrir augum að auka umferðaröryggi við grunnskólann.
Þónokkrar ábendingar og tilmæli hafa borist bæjarskrifstofu vegna lokunarinnar og þá sérstaklega hvort að mögulegt sé að gatan sé opin yfir sumarið þegar skólastarf er ekki í gangi.