Í tilefni Hinsegin daga var Skólamörk í Hveragerði gerð að regnbogagötu í gærkvöldi, með vaskri framgöngu sjálfboðaliða.
Þeir máluðu Progress Pride fánann á Skólamörkina en fáninn er byggður á Regnbogafánanum frá árinu 1978 og hefur lengi verið tákn samfélg samkynhneigðra og í seinni tíma margbreytileikans og almennri réttindabaráttu.
Um er að ræða samfélagsverkefni sem sjálfboðaliðar í Hveragerði unnu í samstarfi við Hveragerðisbæ.