Bæjarstjórn Árborgar skorar á Alþingi að halda áfram með viðbyggingu við verknámshúsið Hamar við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að mikil þörf sé á aukinni verkmenntun eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
„Sveitarfélögin hafa þegar lagt til fjármuni til byggingar hússins og hafa vænst mótframlags ríkisins. Bæjarstjórn Árborgar krefst þess að stjórnvöld haldi áfram með verkefnið.“