Skora á Alþingi að hætta ekki við Hamar

Bæjarstjórn Árborgar skorar á Alþingi að halda áfram með viðbyggingu við verknámshúsið Hamar við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að mikil þörf sé á aukinni verkmenntun eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

„Sveitarfélögin hafa þegar lagt til fjármuni til byggingar hússins og hafa vænst mótframlags ríkisins. Bæjarstjórn Árborgar krefst þess að stjórnvöld haldi áfram með verkefnið.“

Fyrri greinDraugar leita að fjármagni
Næsta greinMúlakot verður friðlýst