Félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að gefa kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi flokksins.
Þetta kemur fram í ályktun frá félögunum sem þau sendu frá sér í morgun. Landsfundur flokksins verður haldinn um mánaðamótin febrúar/mars og þar verður kosinn nýr formaður þegar Bjarni Benediktsson lætur af embætti eftir nær sextán ára formennsku.
Undir áskorun ungu sjálfstæðismannanna í Suðurkjördæmi skrifa Askur í Hveragerði, Eyverjar í Vestmannaeyjum, Fjölnir í Rangárvallasýslu, Freyja í Grindavík, Heimir í Reykjanesbæ, Hersir í Árnessýslu, Loki í Suðurnesjabæ, Skaftfellingur í Skaftafellssýslu og Kjördæmasamtök ungra Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.