Skorað á sveitarstjórnir að beita sér fyrir lausn í kjaradeilunni

Kennslustofa í verkfalli. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Skólastjórafélag Suðurlands skorar á sveitarstjórnir á Suðurlandi að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitafélaga og íslenska ríkisins.

Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem send var á alla sveitarstjóra og allar sveitarstjórnir í tölvupósti í síðustu viku.

„Mikilvægt er að sveitarstjórnir, sem bera ábyrgð á að framfylgja grunnskólalögum á Íslandi, liðki fyrir viðræðum með því að leggja áherslu á að fjárfesta í kennurum,“ segir ennfremur í ályktuninni.

Skólastjórafélag Suðurlands telur um 75 manns, skólastjóra, deildarstjóra og kennsluráðgjafa á Suðurlandi.

Fyrri greinUnnar kominn heim
Næsta greinÓkeypis blóðsykurmæling á Selfossi