Skortur á heitu vatni hamlar stækkun

Skortur á nægu heitu vatni kemur í veg fyrir að Fjarðarlax ehf. geti eflt starfsemi sína í Þorlákshöfn eins og áætlanir eru um.

Að sögn Höskuldar Steinarssonar, framkvæmdastjóra Fjarðarlax, hefur félagið um nokkurt skeið leitað eftir því við Orkuveitu Reykja víkur að kaupa meira heitt vatn.

Umleitunum fyrirtækisins hefur ekki verið svarað og sagði Höskuldur að það væri bagalegt. Svo virtist reyndar sem fleiri aðilar á svæðinu ættu í sömu glímu við OR.

Fjarðarlax hefur undanfarið verið að efla mjög starfsemi sína á Vestfjörðum en félagið er í eigu erlendra fjárfesta. Í janúar 2010 keypti félagið seiðaeldisstöð Fiskey í Þorlákshöfn og hefur eflt starfsemi sína jafnt og þétt.

Nú vinna um 10 manns hjá félaginu og sagði Höskuldur að hugsanlega verði fleirum bætt við. Frekari uppbygging verður að bíða betri tíma þar til kemst á hreint hvort félagið fær nægilega mikið af heitu vatni.

Fyrri greinÓskað eftir síbrotagæslu
Næsta greinDæmdur í síbrotagæslu