Skrifað undir breikkun Suðurlandsvegar

Ingileifur Jónsson ehf. og Vegagerðin skrifuðu í dag undir samning um fyrsta áfanga breikkunar Suðurlandsvegar.

Áfanginn sem um ræðir er frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni, um 6 kílómetrar. Undirbúningur framkvæmda er þegar hafinn og má búast við að vinna á verkstað hefjist eftir 2-3 vikur.

Framkvæmdir hafa tafist vegna kærumála en töfin mun hafa óveruleg áhrif á verklok. Reiknað er með að framkvæmdum við þennan kafla verði að mestu lokið haustið 2011.

Fyrri grein„Þetta kostar blóð, svita og tár“
Næsta greinFimmta söguskiltið afhjúpað