Bláskógabyggð undirritaði samning Embætti landlækni um að gerast heilsueflandi samfélaga 9. júní s.l. á 15 ára afmæli Bláskógabyggðar.
Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, frá Embætti landlæknis, skrifuðu undir samninginn.
Undirritunin fór fram í Heilsugæslunni í Laugarási í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands í Bláskógabyggð.
Óttarr Proppé, heilbrigisráðherra, var viðstaddur undirritunina og flutti ávarp við þetta tækifæri. Það fór vel á því að skrifa undir samninginn við Embætti landlæknis á sjálfan afmælisdaginn, það má í rauninni segja að þetta sé afmælisgjöf til íbúa Bláskógabyggðar.
Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í Heilsueflandi samfélagi er unnið kerfisbundið með lýðheilsuvísa, gátlista og önnur viðeigandi gögn til að meta stöðuna með tilliti til þarfa íbúa á öllum æviskeiðum og forgangsraða í samræmi við þá greiningu.
Meginmarkið með heilsueflandi samfélagi er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Bláskógabyggð.