Rangárþing ytra og Fossdalir ehf hafa undirritað leigusamning vegna lóða á jörðunum Fossi og Árbæ. Veiðiréttindi fylgja leigunni.
Áform Fossdala er að gera efri hluta Eystri-Rangár ofan Tungufoss að uppeldisstöð laxa þar sem náttúrulegt klak getur átt sér stað.
Í tilkynningu segir að ef þessi áform gangi eftir þá gæti þessi hluti árinnar orðið gjöful laxveiðiá með tíð og tíma sem skilaði af sér sjálfbærri Eystri-Rangá, sem er ein af gjöfulustu veiði ám landsins í dag fyrir neðan Tungufoss.