Skrifstofa Ásahrepps er flutt í nýtt húsnæði, þ.e. í kjallara skólastjórabústaðarins á Laugalandi.
Ný deild leikskólans á Laugalandi fær eldra húsnæði skrifstofu Ásahrepps. Þar er verið að hefja framkvæmdir við breytingu á þeirri aðstöðu þannig að hún nýtist fyrir eina deild leikskólans.