Skruggudalur; nýr myndlistarsýningasalur á Stokkseyri, var formlega opnaður í hinu nýja skólahúsi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í hádeginu í gær.
Sýningarsalurinn er á neðri gangi hússins með aðgengi að austanverðu, utan skólatíma. Í framtíðinni munu myndlistamenn af svæðinu, Myndlistafélag Árnessýslu og fleiri sem þess óska, eiga kost á sýningahaldi í salnum og er þetta kærkomin viðbót við flóru menningarlífsins við ströndina.
Menningarráð Suðurlands veitti verkefninu nýlega styrk að upphæð 200.000 kr.
Á opnunarsýningunni eru sýnd valin verk nemenda frá skólaárinu 2010-2011. Sýningin verður opin virka daga kl. 9-12 til 16. júní.