Stefnt að því að ná skuldahlutfalli samstæðureiknings Árborgar niður í 152% í lok næsta árs. Um leið yrði hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) kominn upp í 15%.
,,Það eru þau skilyrði sem Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga setti og við teljum okkur vera að ná þeim með þessari áætlun,” sagði Eyþór Arnalds, formaður bæajrráðs Árborgar í samtali við Sunnlenska.
Eyþór benti á að með þessu hefði tekist að lækka skuldastöðu bæjarins um fjórðung en hún var komin upp í 209% þegar verst var.
Nánar um fjárhagsáætlunina í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT