Skuldahlutfall Sveitarfélagsins Ölfuss er komið niður fyrir 150% og segir Ólafur Örn Ólafsson, sveitarstjóri, það ánægjuleg tíðindi.
Ársreikningur ársins 2011 var samþykktur á síðasta bæjarráðsfundi og vísað til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar. Lítilsháttar tap mun hafa verið á sveitasjóði en samstæðureikningur nálægt jafnvægi.
„Við teljum að þetta sé allt á réttri leið. Við höfum lækkað verulega skuldir og kostnaður vegna yfirdráttar hefur lækkað sömuleiðis,“ segir Ólafur Örn í samtali við Sunnlenska.
Horfur eru á að ráðist verði í nokkrar framkvæmdir innan skamms og verður leikskólinn stækkaður með byggingu tveggja nýrra deilda.