Tæplega 9% rekstrarafgangur varð af rekstri Flóahrepps árið 2009, nokkuð umfram áætlun.
Gert var ráð fyrir 20 milljónum í afgang í fjárhagsáætlun, en niðurstaðan var heldur betri, eða um 33,6 milljónir.
Að sögn Margrétar Sigurðardóttur, sveitarstjóra, voru tekjupóstar hærri en reiknað var með og sömuleiðis voru útgjöldin heldur lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
„Í ljósi aðstæðna lögðum við mikið upp úr aðhaldi í rekstrinum, en engu að síður fóru um 30 milljónir í byggingu skólahússins, svo dæmi séu tekin,” segir Margrét í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.