Skyggnir styrkir hjálparstarf í Nepal

Á fundi Lionsklúbbsins Skyggnis í Rangárvallasýslu þann 4. maí síðastliðinn var tekin ákvörðun um að styrkja hjálparstarf í Nepal um 130 þúsund krónur eða um því sem nemur 1.000 dollurum.

Alþjóðahjálparsjóður Lions – LCIF brást fljótt við eftir jarðhræringarnar í Nepal og hefur þegar sent neyðaraðstoð í formi vatns, lyfja o.fl. fyrir 13,5 milljónir króna en það þarf mikið meira fé til að geta hjálpað í þessum hörmungum. LCIF munu halda áfram aðstoð, þar til uppbyggingu er lokið. Við Íslendingar þekkjum til náttúruhamfara og Alþjóðahjáparsjóður Lions – LCIF hefur stutt okkur ríkulega. Það er komið að okkur að hjálpa þeim. Margt smátt gerir eitt stór.

Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum 1917. Í dag starfa yfir 1,3 milljónir Lions-félaga, í 45.000 Lionsklúbbum í 206 löndum. Lions er óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum.

Lionsklúbburinn Skyggnir hvetur alla íslendinga til að leggja hjálparstarfinu í Nepal lið með framlagi sínu. Sjáið nánar hér.

Fyrri greinStaður styrkir HSu
Næsta greinRagnar Brynjólfs: Heilsársmarkaður á Selfossi?