Skýrslu um hönnun Hamarshallarinnar skilað í næstu viku

Rústir Hamarshallarinnar í Hveragerði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hönnunarhópur um endurbyggingu Hamarshallarinnar mun skila skýrslu um verkefnið næstkomandi mánudag. Skýrslan verður lögð fyrir næsta bæjarráðsfund.

Áætlað var að skila skýrslunni þann 15. ágúst en vegna sumarleyfa og anna vegna sumarleyfa töfðust skilin um viku. Þetta kemur fram í svari Geirs Sveinssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn fulltrúa D-listans um málið á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í júlí að skipa hönnunarhópinn og var honum ætlað að gera tillögu að hönnun hússins. Í framhaldinu verður farið í alútboð á hönnun og byggingu nýrrar Hamarshallar úr „föstum efnum“, en ekki stendur til að endurbyggja loftborið hús úr dúk.

Fyrri greinSautján milljónir í tekjur af bílastæðinu í sumar
Næsta greinReynslan skilaði ekki sigri