Slæm umgengni í iðnaðarhverfinu

Skipulagsnefnd Bláskógabyggðar er ekki sátt við umgengni í Lindarskógi á Laugarvatni, sem er iðnaðarhverfið á staðnum.

Nefndin er sammála um það að umgengni innan hverfisins sé verulega ábótavant þó svo að það eigi ekki við allar lóðir á svæðinu.

Hefur sveitarstjórn nú samþykkt að fela skipulagsfulltrúa, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, að senda öllum lóðarhöfum erindi sem varðar umgengnismál á svæðinu.

Fyrri greinVilja að hreppurinn reki Blesastaði
Næsta greinÁnægja með rafrænt nám á unglingastigi í Vallaskóla