Slæmt ástand í Vík í Mýrdal

Allt tiltækt lið Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal er nú að störfum en mikill veðurofsi er á svæðinu. Þök eru að fjúka af húsum og rúður eru brotnar um allt þorp eftir grjót- og sandfok.

Tilkynnt hefur verið um þrjú þök sem eru við að fjúka í heilu lagi af sveitabæjum í nágrenninu og mikið er að fjúka í þorpinu sjálfu. Með vindinum fylgir mikið grjót- og sandfok og eru rúður brotnar um allt þorp.

Búið er að loka skólum, sýsluskrifstofunni og flestum fyrirtækjum.

Fyrri greinÆtla að opna íbúðahótel í vor
Næsta greinKörfuboltaleikjum kvöldsins frestað