Slæmt ferðaveður í dag – Heiðin og Þrengsli lokuð

Búið er að loka vegunum yfir Hellisheiði og um Þrengsli. Óveður er á Sandskeiði og austurleiðin yfir Hellisheiði og Þrengsli lokuð við Rauðavatn. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s um hádegi.

Björgunarsveitir aðstoða lögreglu og Vegagerð við lokanir vega.

Blindviðri og skafrenningur er á fjallvegum og víðar en veðrið nær hámarki suðvestan- og vestanlands laust eftir hádegi og hlýnar þá upp fyrir frostmark á láglendi.

Það er hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi.

Slydda eða rigning og hlánar víða seinni partinn, en suðvestan 8-15 og él um kvöldið. Suðvestan 15-23 m/s suðvestan- og vestanlands í nótt og í fyrramálið og él, en síðan hægari.

Frost 0 til 6 stig, en um frostmark sunnanlands.

UPPFÆRT 11:35

Fyrri greinLeó Snær vann spjaldtölvu
Næsta greinSjúkrabíl fylgt um Þrengslin