Slæmar holur á Hellisheiði

Margir ökumenn hafa lent í vandræðum í Kömbunum og á Hellisheiði í morgun þar sem stórar holur eru í veginum.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að mjög mikið er af slæmum holum á Hellisheiðinni og eru vegfarendur beðnir að aka með gát. Heimildarmaður sunnlenska.is á Heiðinni hafði ekki lent sjálfur í holu en sagði ástandið verst í Kömbunum og Skíðaskálabrekkunni.

Fjöldi ökumanna hefur haft samband við Vegagerðina vegna þessa og eru starfsmenn hennar mættir á vettvang til þess að fylla upp í holurnar. Áður var lögreglan mætt neðst í Kambana og varaði vegfarendur við holu sem hafði þá þegar sprengt dekk á nokkrum bílum.

Fyrri grein„Aðgerð sem þessi mun breyta lífi mínu“
Næsta greinFrábær þátttaka í tónlistarkeppninni „Flygill“