Slæmt ferðaveður austan við Skaftafell

Lögreglan á Suðurlandi biður alla ferðalanga sem eru á leið austur með suðurströndinni að fylgjast vel með veðrinu sem er að ganga yfir.

Mikið hvassviðri er frá Skaftafelli og austur að Höfn og ekkert ferðaveður með ferðavagna.

Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um skemmdir á bílum og ferðavögnum á þessum slóðum vegna veðurs og biður fólk til að fylgjast með veðri og skoða veðurstöðvar á vef Vegagerðarinnar en þar er hægt að fylgjast með veðurfari á öllu svæðinu í rauntíma.

Fyrri greinHamar fær pólskan uppspilara
Næsta greinEllefu Selfyssingar í hópfimleikalandsliðum