Lögregla og sjúkralið var sent á forgangi að sumarbústað í Úthlíð í vikunni sem leið vegna manns sem fallið hafði úr stiga.
Karlmaður hafði reist stiga upp við bústað sem hann ætlaði að nota til að komast upp á þak. Þegar hann var við það færa sig úr stiganum yfir á þakbrúnina rann stiginn til og maður féll rúma tvo metra.
Hann fann fyrir miklum verkjum í baki og var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala. Maðurinn var óbrotinn og áverkar minni háttar.
Þetta reyndist sem betur fer eina slysaútkallið í síðustu viku og það er mjög fátítt að slíkt gerist.