Slasaðist á fæti í Klambragili

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út nú síðdegis vegna erlendrar ferðakonu sem slasaðist í Klambragili, sem er ofarlega í Reykjadal.

Konan var á göngu, skipulagðri af íslensku ferðaþjónustufyrirtæki, þegar hún meiddist á fæti. Bera þurfti konuna um 1 km leið, víða nokkuð bratta og lausa í sér. Um tuttugu manns frá björgunarsveitum taka þátt í aðgerðinni.

Konan er nú komin í björgunarsveitabíl sem bíður við enda göngustígsins og verður hún flutt að Suðurlandsvegi þar sem sjúkrabíll bíður þess að flytja hana undir læknishendur.

Fyrri greinAuknar líkur á jarðskjálftum
Næsta greinHerdís skipuð forstjóri HSu