Slasaðist á Ingólfsfjalli

Björg­un­ar­sveitin í neðri hluta Árnessýslu voru kallaðar út um miðjan daginn í dag til að aðstoða konu sem hafði dottið og slasast á Ingólfsfjalli.

Þegar búið var að staðsetja konuna í fjallinu og meta aðstæður var ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Var konunni slakað áleiðis niður hlíðina með línu á ákjósanlegan stað þar sem hún var hífð upp í þyrlu og flutt á sjúkrahús.

UPPFÆRT KL. 19:50

Fyrri greinFullkomin skólphreinsistöð í Brautarholti
Næsta greinFimmtudagsupplestur í Bókakaffinu