Slasaðist á sleða

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti við Borgarspítalann á sjötta tímanum í dag með slasaða konu sem sótt var upp á Langjökul.

Konan er erlendur ferðamaður og féll hún af vélsleða þar sem hún var í skipulagðri vélsleðaferð á jöklinum. Hlaut hún einhverja bakáverka og í samráði við lækni var talið öruggast að flytja hana með þyrlu á Landspítalann. Hún er ekki talin vera alvarlega slösuð.

mbl.is greindi frá þessu

Fyrri greinTíðindalítið tap gegn Djúpmönnum
Næsta greinÞrjár vinkonur gómaðar á Litla-Hrauni