Björgunarsveitir voru kallaðar út um kl. 18 í kvöld eftir að ferðamaður missteig sig á Sólheimajökli og var talið að hann hefði fótbrotnað.
Björgunarsveitirnar Víkverji, Dagrenning og Flugbjörgunarsveitin á Hellu sóttu manninn og var hann fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til aðhlynningar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.
Um 15-20 björgunarsveitarmenn eru kallaðir út í verkefni sem þessi þar sem böruburður í fjalllendi er afar erfitt verk og krefst mikils mannafla.