Ellefu ára gömul stúlka slasaðist alvarlega þegar hún var að renna á sér á snjóþotu í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum í dag og hafnaði á húsvegg. Hún hlaut talsverða höfuðáverka og var flutt með þyrlu á slysadeild Landspítalans.
Slysið varð um klukkan hálffjögur í dag en að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var stúlkan á mikilli ferð þegar hún lenti á veggnum. Hún hlaut talsverða höfuðáverka auk þess sem hún handleggsbrotnaði.
Sjúkrabíll með lækni innanborðs var sendur úr Vík og gekk vel að komast á staðinn að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Stúlkan var með meðvitund og fékk hún aðhlynningu á staðnum áður en hún var flutt með sjúkrabíl á móti þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Þyrlan lenti svo við heilsugæsluna á Hvolsvelli og sótti stúlkuna um kl. 17. Hún lenti síðan við Landspítalanum í Fossvogi um klukkan 18:45.