Slasaðist alvarlega í bílveltu

Ökumaður bílaleigubíls slasaðist illa þegar hann velti bíl sínum við Dýralæki í Skaftárhreppi á mánudag í síðustu viku.

Bíllinn var á vesturleið þegar ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni. Vegurinn var auður og þurr. Bifreiðin fór útaf við ræsi og valt að minnsta kosti tvær veltur og hafnaði á hægri hliðinni.

Kona sem ók bílnum skarst illa á höfði og varð að sauma 20 spor til að loka því. Einnig viðbeinsbrotnaði hún og hryggjatindar brotnuðu. Farþegi sem var með henni í bílnum fékk heilahristing.

Bæði voru þau flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Þar var ökumaðurinn lagður inn, hún mun ekki hafa lamast í slysinu.

Önnur bílvelta varð daginn eftir, austan við Nýjabæ í Skaftárhreppi. Fjórir voru í bifreiðinni og sluppu allir án meiðsla.

Fyrri greinÓfærar rýmingarleiðir í Landeyjunum
Næsta greinHöfnin opnast mögulega á föstudag