Slasaðist í aparólu

Kona féll fjóra til fimm metra úr aparólu á tjaldsvæðinu á Laugarvatni í dag.

Aparólan er leiktæki sem föst er við vír og hægt er að renna sér á dekki fram og til baka á vírnum. Keðjan sem heldur dekkinu uppi slitnaði þegar konan var á fullri ferð og féll hún í jörðina.

Konan kvartaði undan verkjum á hálsi og baki og var hún flutt til skoðunar til Reykjavíkur. Lögreglan rannsakar málið.

Fyrri greinNeita Þingvallagjaldi á ferðaþjónustu eina
Næsta greinSlavica kláraði leikinn með flautukörfu