Björgunarsveitir fyrir austan fjall voru kallaðar út rétt fyrir hádegi þegar tilkynning barst um konu sem slasaðist á fæti við göngu í Reykjadal. Var hún þá stödd um 1 km frá bílastæðinu við enda gönguleiðarinnar, Hveragerðismegin.
Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands komu fyrstir á vettvang og bjuggu um hina slösuðu í börum svo hægt væri að koma henni úr Reykjadal og í sjúkrabíl. Flutningurinn gekk fljótt og vel fyrir sig og var konan flutt á slysadeild.