Slasaður göngumaður í Reykjadal

Björgunarsveitir frá Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi voru kallaðar út í kvöld til að sækja slasaðan göngumann í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði.

Sá slasaði var á ferð í hópi fólks þegar hann féll og er talið að hann hafi viðbeinsbrotnað.

Átján björgunarsveitarmenn sinna útkallinu en maðurinn var staddur neðarlega í dalnum. Hann þurfti aðstoð til að komast til byggða og þessa stundina eru björgunarsveitarmenn að flytja hann til móts við sjúkrabíl sem bíður neðst í dalnum.

Fyrri greinSex fluttir á sjúkrahús
Næsta greinTvær milljónir í tilefni af góðum árangri