Slasaður vélsleðamaður í Veiðivötnum

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út síðdegis í dag til að sækja slasaðan vélsleðamann við Grænavatn í Veiðivötnum. Maðurinn féll fram fyrir sleðann og meiddist á öxl auk þess sem hann var illa áttaður.

Um tvo tíma tekur að aka úr byggð í Veiðivötn að sumarlagi og því var þyrla kölluð út.

UPPFÆRT 18:10: Þyrla LHG var komin á staðinn um kl. 17. Hinn slasaði var fluttur um borð í þyrluna og var síðan flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 17:40.

Fyrri greinSigur lífsins í Skaftárhreppi
Næsta greinÞrjú mörk á fjórum mínútum gerðu út um leikinn