Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt upp úr klukkan 12 í dag vegna vélsleðaslyss við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar.
Kona slasaðist þegar vélsleði hennar fór fram af hengju og er verkjuð. Hún var á ferðalagi með hópi fólks sem kom henni í skjól í nærliggjandi skála og hlúir að henni á meðan beðið er eftir hjálp.
Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eru í samfloti með björgunarsveitarmönnum sem nálgast nú vettvang, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.