Slasaður ferðamaður sóttur í Reykjadal

Frá björgunaraðgerðunum í Reykjadal í dag. Ljósmynd/sunnlenska.is

Björgunarsveitarfólk frá Hveragerði, Eyrarbakka og Selfossi fór ásamt sjúkraflutningamönnum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands inni í Reykjadal í dag til þess að aðstoða slasaða ferðakonu.

Konan hafði hrasað og slasast á ökkla og átti erfitt með gang.

Henni var komið fyrir og börum og síðan flutt á sexhjóli niður dalinn að sjúkrabíl sem beið hennar þar. Í framhaldinu var henni ekið á slysadeild.

Fyrri greinChris Caird framlengir
Næsta grein„Svona ógeð er ekki hægt að láta sjást í hinni frægu Black Beach“