Slasaður göngumaður við Botnssúlur

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sækja slasaðan göngumann við Botnssúlur.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fyrstu hópar séu farnir af stað. Þoka hefur verið á svæðinu í dag en aðstæður að öðru leyti góðar.

Botnssúlur eru þyrping tinda inn af Botnsdal í Hvalfirði, skammt frá Þingvöllum.

Fyrri grein„Það versta í þessu er óvissan“
Næsta greinFramboðslisti Miðflokksins samþykktur