Lögreglan á Selfossi var þrisvar sinnum kölluð út í nótt vegna slagsmála við skemmtistaði bæjarins.
Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um slagsmál á milli nokkurra manna í Hvítahúsinu. Fimm mínútum síðar barst tilkynning um að stillt hafi verið til friðar.
Á fjórða tímanum fékk lögregla tilkynningu um „blóðug slagsmál“ fyrir utan 800 bar. Sjúkrabíll var sendur á staðinn og reyndist einn vera með minniháttar meiðsli.
Skömmu síðar var aftur tilkynnt um slagsmál fyrir utan 800 bar. Þar hafði komið til ryskinga á milli manna en lögregla fór á staðinn og róaði menn.