Sleipnir fékk hæsta styrkinn

Íþrótta- og menningarnefnd Árborgar úthlutaði menningarstyrkjum fyrir árið 2013 á síðasta fundi sínum. Þessi styrkir voru lagðir af árið 2008 í efnahagshruninu en koma nú aftur að hluta.

Samtals úthlutaði nefndin 250 þúsund krónum til fimm verkefna. Eftirfarandi verkefni fengu styrk:

1. Jólahátíð Sleipnis – 75.000 kr.

2. Ljósmyndasýning, Friðsæld – 50.000 kr.

3. Kynningar á Konubókastofunni á Eyrarbakka – 50.000 kr.

4. Sumarhúsið og garðurinn, viðburðir – 50.000 kr.

5. Hrútavinafélagið Örvar, útgáfa Séð og jarmað – 25.000 kr.

Fyrri greinEndurnýjað starfsleyfi fyrir urðunarstað á Stjórnarsandi
Næsta greinSunnlensk tónlistarveisla á 800