Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi slökktu nú síðdegis sinueld sem kviknaði við bæinn Bár í Hraungerðishreppi.
Útkallið barst um klukkan hálfsex en þá var eldurinn ekki á stóru svæði. Hann breiddist hins vegar töluvert út í vorblænum og hafði allstórt svæði brunnið áður en yfir lauk.
Engin mannvirki voru í hættu en en slökkviliðsmenn náðu fljótlega tökum á eldinum og gekk vel að slökkva.