Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld til þess að hreinsa upp geymasýru af Austurveginum á Selfossi.
Þar hafði stór rafgeymir fallið af kerru og brotnað á götunni, til móts við Tryggvagötu, svo að geymasýra lak út á götuna.
Slökkviliðsmenn hreinsuðu vettvanginn og engar tafir urðu á umferð um götuna.